Where the Sky is

Panorama Glass Lodge

Að sofa undir stjörnu-bjötum himni

Upplifðu æðisleg sólsetur, dásamlega sólarupprás og horfðu á stjörnurnar úr þægilegu rúmi. Með smá heppni færðu að sjá norðurljósin dansa.

Að sofa undir miðnætursólinni

Scandinavian glass cabin igloo in viking style with amazing views. Wonderful scenery and panorama views out of your super comfortable bed or private hot tub.

Staðsetningar

Suðurland   Austurkrókur 1, 851 Hella

Vesturland     Hafnarland Lísuborgir, 301 Akranes

+354 42 11 2 77 (MO-FR / 9-17 GMT)

Umsagnir
Algengar spurningar
Eru glerskálarnir allir eins?

Suðurland: Allir glerskálarnir eru jafnstórir og eins uppbyggðir. Þeir rúma tvær manneskjur. Heitur pottur og hengirúm eru í hverjum skála og aðgangur að saunu með einu öðru húsi. Það sést ekkert á milli húsa, þú ert alveg út af fyrir þig. ALVA er næst bílastæðinu, ef þú ert með hreyfihömlun af einhverju tagi, mælum við með ALVA. FREYA er aðeins lengra frá, nær ánni og með útsýni að Heklu. Gönguleiðin að FREYA er um 250 metrar og það er stigi upp að húsinu. ODIN er vinstra megin á svæðinu, með fallegt útsýni að ánni og Heklu. THOR er á svipuðum stað og ODIN og er með frábært útsýni að Búrfelli og Bjólfelli. Það er smá brekka niður á við á leiðinni í THOR. Ef þú ert með hreyfihömlun af einhverju tagi þá mælum við með ALVA eða ODIN. Vesturland: Allir skálarnir eru með heitum potti og hengirúmi. Það sést ekkert á milli skála, þú ert alveg út af fyrir þig. FRIGG er fjölskylduskálinn okkar. Þú getur lesið betur um FRIGG í algengar spurningar - um Frigg. Frigg skálinn er með einkasaunu og með hjólastólaaðgengi. Endilega láttu okkur vita er þú ert bundin/n við hjólastól svo við getum gert dvölina þína sem besta. HEIMDALL er skáli fyrir tvær manneskjur, staðsettur vinstra megin við FRIGG. Frá þessum tveimur skálum er útsýni að sjó. Aðgangur að saunu með HEIMDALL sem er einnig með útsýni að sjó  

Eruð þið með biðlista?

Við erum ekki með biðlista sem slíkan. Það er best að bóka gistingu hjá okkur með 7-9 mánaða fyrirvara. Afbókanir á uppseldum dögum eru ávallt auglýstar á Instragram story og Facebook síðunni okkar. Með þessu móti náum við til sem flestra og oft eru margir að bíða eftir að eitthvað losni. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margar afbókanir berast rétt áður en afbókunarfrestur án gjalda rennur út, sem er 30 dögum fyrir okmu,

Eru gardínur í gluggunum?

Já, við erum með rúllugardínur í gluggunum í kringum rúmið fyrir þá sem kjósa. Það eru hinsvegar engar gardínur í þakgluggunum, þannig að sólarljós og bjart tungl mun lýsa upp rúmið. Við mælum með að fólk komi með svefngrímur, sé það vant að sofa með dregið fyrir glugga. Á sumrin sköffum við svefngrímur fyrir gesti (maí til ágúst).

Hvaða eldhúsútbúnaður er í skálunum?

Öll eldhúsin okkar eru með tvær hellur, ísskáp með frystihólfi, brauðrist, Nespresso kaffivél, ketil og örbylgjuofn. Við erum einnig með hráefni til matargerðar á borð við pasta, hrísgrjón, salt og pipar, helstu kydd, te, kaffi, edik, olíu og músli. Í skúffum eru pottar og pönnur, diskar, skálar, hnífapör, glös, bollar, vínglös og freyðivínsglös. Upptakari er til staðar. Allan ferskan mat þurfa gestir að koma með.

Hve löng er keyrslan frá Keflavíkurflugvelli?

Skálar á Suðurlandi eru í um 159 km fjarlægð frá flugvellinum eða ca, 2klst og 10mín. Skálar á Vesturlandi eru 112 km frá flugvellinum eða ca. 1,5 klst. Vinsamlegast gerið ráð fyrir meiri tíma sé um snjó eða hálku á vegum að ræða.

is_ISÍslenska