Panorama Glass Lodge

Afbókunarskilmálar og reglur

Staðfestar bókanir

Allir gestir eiga að fá bókunarstaðfestingu senda á netfangið sitt stuttu eftir bókun á netinu. Hafi gestur bókað gistingu og ekki fengið staðfestingu frá okkur, er það á hans ábyrgð að hafa samband við fyrirtækið svo hægt sé að kanna hvað hafi farið úrskeiðis. Sendu fyrirspurn svo hægt sé að kanna hvað hafi farið úrskeiðis.

Innritun/Útritun

Panorama Glass Lodge er með sjálfsinnritun. Þetta er ekki hótel og engin móttaka til staðar. Gestir geta innritað sig eftir kl 16:00. Kóði fyrir lás er sendur 24 klst fyrir komu. Kóðinn er virkur fram til 11:00 næsta dag þegar útritun lýkur.

Við bjóðum upp á möguleika á að koma fyrr (early check in) og fara seinna (late check out). Sá möguleiki er háður framboði og þarf að greiða fyrir. Hægt er að panta og greiða fyrir early check in og/eða late check out í netverslun okkar, mest 4 vikum fyrir komu. Sé það ekki gert, og útritun er eftir kl 11:00 áskilum við okkur rétt til þess að rukka kreditkort viðkomandi fyrir hverja klukkustund sem líður.

Við erum ekki hótel. Þetta er sjálfsafgreiðsla og engin móttaka er til staðar.

Afbókunarskilmálar

Afbókunarfrestur án gjalda er 30 dögum fyrir komu (fyrir utan 35 EUR færslugjalds sem er óendurgreiðanlegt). Færslugjaldið er einnig dregið af, séu bókaðar eru tvær nætur og ein afbókuð.

25% afbókunargjald er tekið fyrir afbókunum 29-15 dögum fyrir komu og 50% afbókunargjald fyrir afbókanir 15-10 dögum fyrir komu.

AFBÓKANIR SEM BERAST EFTIR ÞANN TÍMA (10 DAGAR EÐA FÆRRI FYRIR KOMU) ERU ÓENDURGREIÐANLEGAR MEÐ ÖLLU (100% AFBÓKUNARGJALD).

“No show” bókanir eru óendurgreiðanlegar með öllu. Þetta á við um t.d röskun á flugi, bílavandræði, ástand vega vegna veðurs (lokanir ofl), veikindi, slysa, breytinga á ferðaskipulagi eða hverju því sem veldur að gestir komist ekki á áfangastað á réttum tíma. Þetta gildir einnig ef gestir þurfa að fara fyrr vegna ofangreindra ástæðna.

Við útvegum reikning/kvittun fyrir gistingu vegna ferðatrygginga.

Afbókunargjöld fyrir gistingu er ekki hægt að nota sem greiðslu upp í gistingu síðar meir.

Afbókunargjöld gilda einnig fyrir bókanir sem er breytt innan 30 daga frá upphaflegum komudegi, þ.e. 25-100% afbókunargjöld. Afbókunargjöld sem falla á bókun er ekki hægt að nota sem greiðslu upp í bókun seinna meir. Við bjóðum upp á að færa dagsetningar mest 2 ár fram í tímann, sé bókun er færð lengra en 2 ár fram í tímann er ekki hægt lofa sama verði og á upphaflegu bókuninni og þá þarf að afbóka og bóka aftur.

Endurgreiðslur fara fram á sama hátt og með sama korti og greiðsla var gerð. Endurgreiðsla með öðrum hætti eða á annað kort er ekki hægt vegna öryggisástæðna. Vinsamlegast gerið ráð fyrir 7-10 dögum fyrir endurgreiðslu að berast.

Við gefum upp verð í Evrum (EUR €). Athugið að gengi þess dags sem endurgreiðslan fer fram gildir. Vinsamlegast hafið samband við viðskiptabankann ykkar.

Panorama Glass Lodge ehf. áskilur sér rétt til að afbóka einstaka bókanir, ef til þess kemur að fyrirtækið getur ekki framkvæmt fullnægjandi þjónustu sökum ófyrirsjáanlegra aðstæðna eins og vegna veðurs eða náttúruhafahamfara, verkfalla ofl. Komi til þessa, mun fyrirtækið endurgreiða bókunina að fullu.

Ef Panorama Glass Lodge ehf. þarf að skerða bókun að einhverju tagi, vegna þjónustuskerðingar eða tæknilegra vandkvæða, mun endurgreiðsla á bókun fara eftir alvarleika. Hvort sem um fulla endurgreiðslu eða endurgreiðslu að hluta.

Panorama Glass Lodge ehf. áskilur sér rétt til að uppfæra/breyta bókunar- og afbókunarskilmálum án fyrirvara.

Reglur um drónaflug

Við viljum að gestir okkar fái að njóta friðhelgis og virðum einkarými þeirra til hins ýtrasta. Þess vegna eru reglur um drónaflug í kringum skálana okkar mjög strangar og við ætlumst til þess að gestir okkar fari eftir þeim, sér og öðrum í hag.

  • Heimilt er að vera með dróna á lofti frá kl 08:00-20:00 (10AM- 8PM)
  • Dróninn skal vera í hámark 10 metra radíus frá húsinu sem þú gistir í.
  • Það er með öllu óheimilt að fljúga drónanum nálægt öðrum húsum eða hátt yfir þau.

Aflýsingar á flugferðum

Um aflýsingar á flugferðum gilda sömu almennu skilmálar og hjá Panorama Glass Lodge og eru ekki á ábyrgð Panorama Glass Lodge. Gestum er bent á ferðatryggingar ef áhyggjur varðandi aflýsingar á flugum vegna veðurs, seinkunum ofl.

Öryggisstaðlar og ábyrgð

Panorama Glass Lodge ehf. ber ekki ábyrgð á tapi, skemmdum, slysum, veikindum, breytingum á skipulagi af öllu tagi en takmarkast við þau atvik sem flokkast undir óviðráðanleg atvik (Force majuere) tengd veðri, náttúruhamförum, eldgosum ofl sem fyrirtækið hefur enga stjórn á. Allt slíkt er á ábyrgð gestsins.

Það er eindregið mælt með að gestir verði sér úti um ferðatryggingu áður en komið er til landsins og annarra landa. Ferðatrygging getur bætt skaða eins og neyðartilvik, slys og kostnað sem fellur vegna afbókana ofl á síðustu stundu.

Gestir bera fulla ábyrgð á sjálfum sér og þeim sem þeir eru að ferðast með þegar komið er til okkar.

Til að tryggja öryggi ykkar og gera dvöl ykkar hjá okkur eins ánægjulega og kostur er biðjum við ykkur að hafa neðangreind atriði í huga:

  • Vinsamlegast þvoið ykkur í sturtu án sundfata áður en farið er í heita pottinn
  • Það er mælt með að fólk taki sér pásu á 15 mínútna fresti frá heita pottinum og saunu.
    Drekkið nóg af vatni.
  • Panorama Glass Lodge ber enga ábyrgð á verðmætum gesta.
  • Það er enginn sundvörður/ öryggisvörður eða gæsla í húsunum okkar. Gestir eru á eigin ábyrgð.
    .

Gjafabréf

Hægt er að nota gjafabréfskóða á netsíðunni okkar.

Gjafabréf fást ekki endurgreidd. Hægt er að nota gjafabréfin einungis fyrir gistingu og öðrum vörum sem við höfum að bjóða á netsíðunni okkar. among our products.

Gjafabréfin okkar gilda i 2 ár frá útgáfudegi. Vinsamlegast athugið að gjafabréfin gera ráð fyrir standard gistingu þannig að ef gjafabréfið er notað á hátíðisdögum (jól, áramót ofl.) má búast við að auka gjald þurfi að greiða.

Það er hægt að framlengja gildistíma gjafabréfa, en upphæð gjafabréfsins gildir að hámarki í 2 ár. Verðskrá hækkar á milli ára og mega gestir búast við því að greiða mismuninn á gildi gjafabréfsins og verði gistingar, sé því framlengt.

Ferðalög með börn

Við bjóðum upp á ferðarúm fyrir börn upp að þriggja ára aldri / 15 kg.

Húsin okkar eru flest gerð með svefnrými fyrir tvo fullorðna einstaklinga. Fjölskylduhúsið okkar er með svefnrými fyrir fimm fullorðna einstaklinga. Við erum ekki með leyfi fyrir börnum eldri en þriggja ára í standard húsunum okkar. Fjölskylduhúsið okkar, Frigg, er fyrir fjölskyldur.

Börn yngri en 12 ára skulu ávallt vera í fylgd með fullorðnum. .

Reykingar

Húsin okkar eru algjörlega reyklaus, þar með talin verönd. Ef vart verður við reykingar eru viðurlög við því 300 EUR.

Þrif

Þrif á húsunum eru innifalinn í verði gistingar. Við áskilum okkur þó rétt til að rukka 80 EUR ef skilið er við húsin mjög skítug/ illa gengið um.

Myndir og myndbandsupptökur

Óheimilt er að nota myndir og upptökur frá Panorama Glass Lodge í auglýsingaskyni án skriflegs samþykkis frá Panorama Glass Lodge ehf. Vinsamlega hafið samband við okkur ef áhugi er fyrir slíku. Við áskilum okkur rétt 6

Eldgos/ náttúruhamfarir/ vegalokanir/ óveður

Eldgos eru tíð hér á landi. Í flestum tilfellum hafa þau, sem betur fer, ekki teljandi áhrif á flug til og frá landinu og öruggt er að ferðast um landið og gista í Panorama Glass Lodge. Við höfum ekki útbúið afbókunarskilmála varðandi eldsumbrot. Jafnvel þó slíkt myndi hafa áhrif á flugumferð, þá myndi það flokkast sem náttúruhamfarir og það er ekki hægt að draga neinn til ábyrgðar fyrir þeim. Við endurgreiðum því ekki í slíkum tilvikum.

Vegir geta lokast öðru hverju yfir vetrarmánuðina vegna snjóa eða óveðurs. Lokanir vara oft stutt og mögulegar hjáleiðir geta verið til boða.

Ef þú átt bókaða gistingu hjá okkur en lendir í að komast ekki frá t.d Vík eða höfuðborgarsvæðinu, en vegurinn til okkar er fær, er engin endurgreiðsla í boði. Við mælum með að skipuleggja fram í tímann, óveðursviðvaranir koma oft með 2-3 daga fyrirvara. Það er því ákjósanlegt að skipuleggja ferðalagið þannig að hægt sé að vera töluvert nálægt áfangastað og komast hjá því að lenda í mögulegum vegalokunum, sé óveður í vændum í veðurspám. Löng ferðalög yfir vetrarmánuðina eru ekki skynsamleg með tilliti til þessa.

Vinsamlega ekki bóka gistingu hjá okkur sama dag og þú lendir (ef flugið er seint) eða fljúga til baka snemma næsta dag. Slíkt eykur möguleika á að lenda í veðurtengdum vandamálum. Hægt er að kanna veðurspár og skilyrði fyrir komu, til dæmis á www.vedur.is og aðstæður vega á www.road.is. Einnig er www.safetravel.is góð upplýsingasíða fyrir ferðalanga um landið. 

Gestir bera ábyrgð á sjálfum sér og bera ábyrgð á því að kanna veðurskilyrði fyrir komu og að taka á sig krók/ bíða af sér veðrið þar til vegir opnast á ný. Komi til þess að vegurinn að húsunum okkar lokist alveg og starfsfólk Panorama Glass Lodge kemst ekki að til að þrífa fyrir næstu gesti, mun fyrirtækið endurgreiða gistinguna að fullu. Athugið að svona tilfelli koma fyrir í mesta lagi 1-2 sinnum á ári þegar miklir snjóstormar herja á okkur. Ef starfsfólk kemst að húsunum, þá er engin endurgreiðsla í boði.

Óskilamunir

Panorama Glass Lodge ehf. tekur enga ábyrgð á munum sem kunna að verða eftir í húsunum. Gestir eiga möguleika á að sækja óskilamuni allt að viku eftir brottför. Eftir þann tíma er farið með alla óskilamuni til Rauða Krossins.

Við höfum því miður ekki geymslupláss fyrir óskilamuni til lengri tíma en sem nemur um viku. Hægt er að fá muni senda gegn því að eigandi greiðir fyrir sendingarkostnað auk 35 EUR umsýslugjalds. Greiða þarf fyrirfram fyrir sendingar utanlands.

Skemmdir á eign Panorama Glass Lodge / þjófnaður

Allar skemmdir sem kunna að verða á meðan á dvöl stendur verða rukkaðar eftir útritun. Þetta eru skemmdir á borð við eld, skemmdir á innbúi, hlutum, gluggum, gardínum og/eða blettir á dýnu/rúmfötum. Kvittun verður send fyrir virði hlutarins /upphæð skemmda. Starfsfólk Panorama Glass Lodge tekur myndir til sönnunar.

Sama gildir um muni sem eru teknir ófrjálsri hendi (t.d baðsloppar, skrautmunir, rúmföt, teppi, púðar, raftæki). Starfsfólk okkar þekkir innbú hvers húss vel og láta vita um leið ef eitthvað vantar. Takk fyrir að koma fram við eiginina okkar eins og þú myndir koma fram við eigið heimili.

Verðskrá og greiðsluskilmálar

Panorama Glass Lodge ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðskrá ef breytingar verða á hagkerfi, þar með talið, en takmarkast ekki við breytingar á gengi, verðbólgu, hækkun birgðakaupa, skatta og öðrum óviðráðanlegum aðstæðum (Force majuere). Verði breytingar á virðisauka eða sköttum, munu verð til viðskiptavina breytast í samræmi við þær breytingar. Verðbreytingar sem koma til vegna breytinga á sköttum mun hafa áhrif á allar bókanir, nema um þær bókanir sem hafa þegar verið staðfestar og greiddar að fullu. Verðskráin okkar gildir fyrir staðfestar bókanir og er virðisauki innifalinn.

Panorama Glass Lodge ehf.

Austurkrókur L6B, 851 Hella

+354 768 8821 (Mán-Fös / 9-19)

Öllum fyrirspurnum er svarað innan 48 klst. Takk fyrir þolinmæðina.